Litaspjald sögunnar
Gefið hefur verið út leiðbeiningarit með dæmum um vel heppnaða litasetningu húsa sem samræmist aldri þeirra og gerð. Ritið er samstarfsverkefni framtakssamra einstaklinga og hönnuða sem hlutu fyrir því styrk úr Húsafriðunarsjóði og fengu Minjastofnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Húsverndarstofu í lið með sér við vinnslu þess. Litaspjald sögunnar er aðgengilegt í pdf útgáfu á vef Minjastofnunar Íslands, Húsverndarstofu og Epal en verður einnig fáanlegt útprentað í helstu málningarvöruverslunum.
Litaspjald sögunnar má finna hér.