Fara í efni

Fornminjasjóður 2025 - styrkúthlutun

Úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2025 liggur nú fyrir. Alls bárust 67 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 290.408.643 kr. Að þessu sinni hljóta 23 verkefni styrk, að heildarupphæð 92.540.000 kr.
11.03.2025
Fréttir
Landakotskirkja í Reykjavík. Byggð árið 1929.

Húsafriðunarsjóður 2025 - styrkúthlutun

Minjastofnun Íslands bárust alls 242 umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna verkefna árið 2025, samtals að upphæð 1.243.927.679 kr. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265.500.000 kr.
07.03.2025
Fréttir

Ráðstefna um húsvernd og endurgerð húsa - Restaureringsseminar í Danmörku

Í lok janúar tóku tveir arkitektar Minjastofnunar Íslands þátt í ráðstefnu um húsvernd og endurgerð húsa, hið árlega Restaureringsseminar í Danmörku, sem skipulagt er af Minjastofnun Danmerkur, Slots- og Kulturstyrelsen, í samvinnu við arkitektaskólana í Árósum og Kaupmannahöfn.
12.02.2025
Fréttir

Friðlýsing menningarlandslags Hofstaða undirrituð af ráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest friðlýsingu menningarlandslags Hofstaða í Þingeyjarsveit, en friðlýsingin var gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og tekur til menningarlandslags heimatúns Hofstaða. Aldursfriðaðar og friðlýstar menningarminjar á Hofstöðum og umhverfi þeirra mynda hið friðlýsta menningarlandslag.
16.01.2025
Fréttir
Yfirlitsmynd af rannsóknarsvæðinu við lok uppgraftar árið 2016. © Byggðasafn Skagfirðinga.

24. desember - Keflavík í Hegranesi

Sumarið 2015 hófst uppgröftur á kirkjugarði úr frumkristni í Keflavík, Hegranesi í Skagafirði. Við uppgröftinn kom í ljós kirkja í miðjum kirkjugarðinum. Hún hefur verið timburkirkja með hornstoðum og torfvegg á tveimur hliðum.
24.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024
Loftmynd af minjum í landi Auðkúlu árið 2020. © Náttúrustofa Vestfjarða.

23. desember - Arnarfjörður á miðöldum

Markmið rannsóknarinnar Arnarfjörður á miðöldum er að skoða búsetuþróun Arnarfjarðar frá landnámi og fram á miðaldir. Minjar hafa verið rannsakaðar á Hrafnseyri, Auðkúlu og Litla Tjaldanesi allt frá upphafi rannsóknarinnar í firðinum árið 2011.
23.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024
Loftmynd af Sandvík árið 2021. ©Fornleifastofnun Íslands ses.

22. desember - Landnám og nýting sjávarauðlinda á Ströndum

Minjastaðir við sjávarsíðuna eru í stöðugri hættu vegna ágangs sjávar og ofsakennds veðurfars. Markmið rannsóknarinnar eru m.a. að skera úr um hvenær land var fyrst numið á Ströndum og hvort staðirnir við sjávarsíðuna hafi upphaflega verið nytjastaðir nýttir á árstíðabundnum grundvelli. Einnig að fá innsýn inn í líf og lífskilyrði þeirra sem sóttu og verkuðu auðlindirnar. Til þessa hafa rannsóknir farið fram í Sandvík, Hvítsöndum, Bjarnarnesi og Búðarvogi.
22.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024

Skrifstofa Minjastofnunar lokuð á milli jóla- og nýárs

Skrifstofa Minjastofnunar er lokuð á milli jóla- og nýárs en opnar aftur 2. janúar 2025.
21.12.2024
Fréttir
Loftmynd tekin með þyrlu, austan við túnið, sem sýnir afstöðu kirkjugarðsins gagnvart núverandi bæjarhúsum á Hofstöðum og rúst víkingaaldarskálans í ágúst árið 2013. ©Fornleifastofnun Íslands ses.

21. desember - Hofstaðir í Mývatnssveit

Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit má rekja allt aftur til ársins 1901. Tæpum 100 árum síðar eða árið 1991 hóf Fornleifastofnun Íslands ses. rannsóknir á staðnum sem stóðu yfir með hléum allt til ársins 2018. Á Hofstöðum hafa m.a. fundist tveir skálar, bæjarhóll, kirkja og kirkjugarður.
21.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024
Steinn með krotaðri skipsmynd. Fannst undir suðurvegg eldri skálans. © Fornleifafræðistofan, 2023.

20. desember - Stöð í Stöðvarfirði

Rannsóknin á Stöð í Stöðvarfirði hófst með forrannsókn árið 2015 og hefur staðið óslitið síðan. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er Víkingaaldarskáli með minnst tvö byggingarstig.
20.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024

Viðburðir - á döfinni

  • Menningarminjadagar Evrópu

    Menningarminjadagar Evrópu

    Þema Menningarminjadaga Evrópu 2025 er tileinkað byggingararfinum og einblínir á hið ríka og fjölbreytta byggða umhverfi sem mótar menningarlega sjálfsmynd Evrópubúa. Þemað markar einnig 50 ára tímamót frá „Evrópska byggingararfsárinu 1975“ (European Architectural Heritage Year 1975).

    Nánar um menningarminjadagana

  • Kortavefsjá - menningarminjar

    Minjavefsjá
    - menningarminjar

    Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi.

    Smellið á Íslandskortið til að fara beint inn á Minjavefsjánna.

    Athugið að í Minjavefsjánni er ekki tæmandi listi yfir friðaðar og friðlýstar minjar.

    Nánar um Minjavefsjá

  • Fornleifar og byggingararfur - Áhugavert efni

    Áhugavert efni

    Á þessari síðu má finna áhugavert efni af ýmsum toga um menningarminjar sem Minjastofnun Íslands hefur staðið fyrir, svo sem myndbönd, jóladagatal, minjar mánaðarins og annað útgefið efni.

    Skoða efni