Ráðstefna um húsvernd og endurgerð húsa - Restaureringsseminar í Danmörku
12.02.2025
Í lok janúar tóku tveir arkitektar Minjastofnunar Íslands þátt í ráðstefnu um húsvernd og endurgerð húsa, hið árlega Restaureringsseminar í Danmörku, sem skipulagt er af Minjastofnun Danmerkur, Slots- og Kulturstyrelsen, í samvinnu við arkitektaskólana í Árósum og Kaupmannahöfn.