Friðlýsing menningarlandslags Hofstaða undirrituð af ráðherra
16.01.2025
Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest friðlýsingu menningarlandslags Hofstaða í Þingeyjarsveit, en friðlýsingin var gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og tekur til menningarlandslags heimatúns Hofstaða. Aldursfriðaðar og friðlýstar menningarminjar á Hofstöðum og umhverfi þeirra mynda hið friðlýsta menningarlandslag.