Naustin í Papafirði
Útróður frá Klifum
Útræði hefur um aldir verið stundað frá svokölluðum Klifum, eða Þorgeirsstaðaklifum, við Papafjörð í landi Efri-Fjarðar og Þorgeirsstaða í Lóni í Hornafirði. Í Efri-Firði þótti góð aðstaða til sjósóknar þótt jörðin væri landlítil og landrýr. Sömu sögu var að segja um Þorgeirsstaði.
Klif var helsti útróðrarstaður Lónmanna en fyrst og fremst þeirra sem heima áttu vestan Jökulsár. Bátarnir voru geymdir í Klifunum og bíða varð flóðs til að koma þeim í naust. Átta til níu bátum var róið frá Klifunum allt fram á 20. öld. Notuðust sjómenn við segl eftir því sem því var við komið. Það var einnig gert á bátum sem gerðir voru út frá Hornafjarðarósi en annars staðar varla að marki frá verstöðvum í A-Skaftafellssýslu.
Signý Guðmundsdóttir (f. 1929) frá Þorgeirsstöðum segir svo frá:
Upp úr aldamótunum 1900 var útræði frá Þorgeirsstaðaklifum og voru bátarnir geymdir í naustum. Fiskhús voru þar líka og var aflinn verkaður þar. Róið var til sjós út um Papós á sex- eða áttæringum á handfæri. Sæta varð flóðum til að komast út og inn. Í kringum 1928 mun þetta hafa lagst niður frá þessum stað.
Minjar útróðra frá Klifunum eru mjög greinilegar enn í dag. Mörg þeirra mannvirkja sem reist voru við lok 19. aldar standa enn nokkuð vel. Við fornleifaskráningu sem gerð var haustið 2015 voru skráðar 18 fornleifar á rústasvæðinu við sjóinn. Vitað er hvaða bæir áttu hvaða naust undir lok útræðisins í byrjun 20. aldar. Báru sum þeirra nöfn sem þekkt eru enn í dag en nöfn annarra eru gleymd. Mannvirkin við ströndina voru að mestu hlaðin úr grjóti en einungis eitt þeirra sem stóð á síðasta tímabili útgerðar frá svæðinu var yfirbyggt.
Fornleifaskráningarskýrsla Völu Garðarsdóttur, haust 2015.
English Version
Klif Fishing Station
For centuries people have set out to fish from Klif, or Þorgeirsstaðaklif, by Papafjörður. Klif was the main fishing station for people in the area but many also came from far away to fish here.
Klif was an active fishing station until as late as the 20th century and it is known that at least eight to nine boats were in use here at the same time, each being owned by a certain household.
The boats that set out from Klif were unusual in that they used sails as well as oars and so did boats fishing in Hornafjarðarós also. Otherwise it was uncommon to use sails in all of eastern Skaftafellssýsla.
The Klif boats were kept in boat houses, the remains of which can be seen here today. The boats could only be drawn back on land on high tide, therefore timing was crucial when returning from fishing.
Signý Guðmundsdóttir (born 1929) from Þorgeirsstaðir knows much about Klif (Þorgeirsstaðaklif) fishing station:
“Just after 1900 Þorgeirsstaðaklif fishing station was active and the boats were kept in boat houses. A fish house was also built there for curing the catch. The boats used had six or eight oars, and men used handheld lines with hooks to fish with. There had to be high tide to be able to get in an out. Around 1928 fishing from this site ceased.”
The remains of the fishing station at Klif are visible still today. The walls of many of the buildings erected in the late 19th century still stand, and even older remains can also be spotted in the area. An archaeological survey done in 2015 revealed 18 archaeological features in the area by the sea.