Fara í efni

Vatnsdalur og Þing

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem teygir sig um 25 km leið fram að Forsæludal. Að austan afmarkast dalurinn af Vatnsdalsfjalli og gnæfir þar hæst Jörundarfell í 1038 metra hæð, en að vestan er hálshlíðin lág og ná smábungóttir ásar allt að Víðidalsfjalli. Vatnsdalsá rennur um dalinn og er, líkt og fleiri húnvetnskar ár, þekkt fyrir lax- og silungsveiði. Nyrst í dalnum myndar hún Flóðið, sem varð til árið 1720 þegar skriða úr fjallinu stíflaði ána og eyddi bænum að Bjarnastöðum. Í dalsmynninu vekja hólarnir „óteljandi“ eftirtekt en talið er að þeir hafi myndast úr miklu skriðufalli handan úr Vatnsdalsfjalli fyrir um tíu þúsund árum. Norðan hólanna er Þingið, en á Þingeyrum stóð hið forna héraðsþing á þjóðveldistíma. Þar stóð einnig klaustur af Benediktsreglu og var menningarmiðstöð í yfir fjórar aldir, en venja er að miða stofnun þess við árið 1133 þegar fyrsti ábótinn var vígður til klaustursins. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu greinir frá landnámi Ingimundar gamla, en þar segir að hann hafi numið Vatnsdal allan fyrir ofan Helgavatn og Urðarvatn og sett bú sitt að Hofi. Ingimundur var vinur og bandamaður Haraldar konungs hárfagra (um 850-933) og barðist með honum í hinni miklu orustu í Hafursfirði í Noregi. Eftir bardagann fékk konungur Ingimundi gott kvonfang, Vígdísi, dóttur Þóris jarls þegjanda. Bróðir Þóris var Göngu-Hrólfur sem réðist með víkingaher inn í Frakkland og gerðist jarl yfir landsvæði því sem fékk nafnið Norðmandí. Afkomandi Göngu-Hrólfs var Vilhjálmur sigursæli sem lagði undir sig England árið 1066. Vatnsdælasaga var sett á bókfell um 1270, en atburðatíminn hefst um það leyti er Ingimundur gamli kom út til Íslands um 900 og lýkur við dauða Þorkels kröflu á fyrri hluta 11. aldar. Ljóst má vera að höfundur hefur gjörþekkt landslag og minjar í héraðinu og hefur eflaust notað þekkta minjastaði við sviðsetningar á atburðum. Þannig verða minjar og landslag órjúfanlegur hluti af frásögninni sjálfri. Óvenju margir minjastaðir hafa varðveist fram á þennan dag sem tengja má frásögnum Vatnsdælasögu og voru flestir þeirra friðlýstir í kringum 1930. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að kynna þessa staði sérstaklega með uppsetningu söguskilta og að gera þá aðgengilega með stikun gönguleiða. Staðir þessir eru merktir sérstaklega inn á kortið ásamt öðrum áhugaverðum sögu- og minjastöðum í héraðinu.

Vatnsdalur - kort

Sögu- og friðlýstir minjastaðir.

1. Stígandahróf. Í Vatnsdælasögu greinir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli hafi farið til Noregs að sækja sér húsavið. Færði Ingimundur Haraldi konungi hvítabirni að gjöf en konungur gaf á móti skipið Stíganda með viðarfarmi. Hann kom skipinu í Húnavatnsós og reisti þar naustið Stígandahróf yfir það. Vestan við Húnavatn eru tóft af allstóru nausti og er það kennt við skip Ingimundar og ber heitið Stígandahróf.

2. Þingeyrar. Þingeyrar draga nafn sitt af þinghaldi sem þar var haldið á þjóðveldisöld. Þar eru friðlýstar allar leifar hins forna þingstaðar, þar með „dómhringur“ er svo heitir og er í túninu suðaustan við núverandi kirkju. Klausturhald hófst þar árið 1133 og urðu Þingeyramunkar fljótlega þekktir fyrir bókmenntaiðju sína. Eftir siðaskipti urðu Þingeyrar löngum aðsetur hinsveraldlega valds í héraðinu en Þingeyrarklaustursumboði fylgdu gjarnan sýsluvöld í Húnaþingi. Smíði núverandi steinkirkju stóð yfir á árunum 1864-1877. Til verksins var fenginn Sverrir Runólfsson, en hann lærði steinsmíðar í Kaupmannahöfn og er talið líklegt að hann hafi einnig teiknað bygginguna, sem er í rómönskum anda.

3. Gullsteinn. Í Þorvalds þætti víðförla segir segir frá því að Þorvaldur hafi tekið skírn af saxneskum biskupi er Friðrík hét. Óskaði biskup eftir því að fá að fylgja Þorvaldi til Íslands og boða þar kristni. Þegar til Íslands kom dvöldust þeir hinn fyrsta vetur á Giljá hjá Koðráni föður Þorvalds. Víða er að finna sagnir af vættum í steinum í þjóðtrú Norðurlanda og segir að verndarvættur Koðráns bónda hafi búið í steini einum veglegum skammt frá bænum. Þorvaldur óskaði eftir því við föður sinn að þeir Friðrik biskup og íbúi steinsins myndu reyna með sér, hvor þeirra væri máttugri. Fór svo að steinninn brast í sundur við yfirsöngva Friðreks og lagði íbúinn með hyski sitt á flótta. Talið er að höfundar hinna fornu frásagna hafi haft í huga stein þann er kallaður er Gullsteinn og stendur skammt ofan við minnismerkið sem reist hefur verið um þessa fyrstu kristniboða, norðan við bæinn á Stóru-Giljá.

4. Þrístapar. Þrír samliggjandi stakir smáhólar er standa norður og vestur af Vatnsdalshólum. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830, er Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin vegna morðsins á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi. Efst á miðhólnum er hlaðinn aftökupallur, um 20-70 cm hár og um 5x5 metar að ummáli. Á honum er minningarsteinn um atburðinn. Skilti er við þjóðveginn og stutt gönguleið að staðnum.

5. Þórdísarholt. Eftir dvöl sína við Ingimundarhól í Víðidal hélt Ingimundur gamli með fólk sitt yfir í Vatnsdal. „Og er þeir komu að Vatnsdalsá þá mælti Vigdís kona Ingimundar: „Hér mun ég eiga dvöl nokkura því að ég kenni mér sóttar.“ Ingimundur svarar: „Verði það að góðu.“ Þá fæddi Vígdís meybarn. Hún var Þórdís kölluð. Ingimundur mælti: „Hér skal Þórdísarholt heita.““ Við Þórdísarlund hefur verið sett söguskilti um atburðinn þegar fyrsti Húnvetningurinn fæddist.

6. Faxabrandsstaðir. Samkvæmt Vatnsdælasögu átti Brandur heima á Faxabrandsstöðum. Í deilum við Finnboga ramma og Berg á Borg leituðu synir Ingimundar gamla liðveislu Brands. Er fara átti til hólmstefnu að Borg var veður slæmt og tjaldaði Brandur sleða með húðum og beitti hestinum Faxa fyrir. Er þeir komu að Borg mættu Finnbogi og Bergur ekki á hólmstefnuna vegna veðurofsans og reistu Ingimundarsynir þeim níðstöng. Söguskilti hefur verið reist neðan við Breiðabólsstað og eru sýnilegar skálarústir að finna á staðnum sem er skammt ofan við Breiðabólstaðarbæinn. Sjá nánar.

7. Kattarauga er lítil djúp tjörn í landi Kornsár sem er uppsprettulind sem á fljóta tvær litlar grasi grónar eyjur, eins konar fljótandi ljámýs. Kattaraugað er friðlýst sem náttúruvætti. Upplýsingaskilti Náttúruverndarráðs hefur verið sett upp við tjörnina.

8. Kornsá. Þórdís dóttir Ingimundar gamla og Hallormur austmaður bjuggu að Kornsá en þeirra sonur var Þorgrímur er síðar varð Kárnsárgoði. Hann átti frilluson við ambáttinni Nereiði, af ætt Orkneyjarjarla. Lét Þorgrímur bera sveininn út en Þorsteinn Ingimundarson og Þórir hafursþjó komu barninu til bjargar. Fékk sveinninn nafnið Þorkell krafla og tók síðar við höfðingdómi og goðorði Hofverja. Kornsá var löngum höfðingjasetur, en gamla íbúðarhúsið sem nú stendur var byggt árið 1879 af Lárusi Blöndal sýslumanni.

9. Nautabú. Þórir hafursþjó var einn af sonum Ingimundar gamla og bjó að Nautabúi. Sagt er að á hann hafi stundum runnið berserksgangur, sem hann losnaði síðar við með því að bjarga lífi og fóstra Þorkel kröflu. Í túninu sunnan bæjar á Kornsá er að finna örnefnið Nautabúsmóa og þar eru greinilegar rústir bæjar og garðs, sem með rannsókn hefur verið staðfest að er frá því fyrir árið 1000. Sjá nánar.

10. Undirfell er kirkjustaður sveitarinnar. Suðvestur af bænum sér til Fells (358 m.y.s.), sem er helsta kennileiti á hálsinum vestanverðum. Er fell þetta í nónstað frá bænum og hafa sumir talið að staðarheitið sé dregið af því og hafi upphaflega verið Undornfell, en undorn er eyktarmark í fornu máli. Sr. Hjörleifur Einarsson var annálaður athafnamaður og sat staðinn í yfir þrjá áratugi. Beitti hann sér m.a. fyrir bættri menntun kvenna og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli. Þar stendur nú kirkja, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara og var byggð úr steinsteypu árið 1915.

11. Hof. Í Vatnsdælasögu segir að Ingimundur gamli hafi byggt bæ sinn að Hofi. Upp og norður undan bænum er allmikil hæð sem enn í dag gengur undir heitinu Goðhóll. Umhverfis hólinn vottar fyrir fornum garðlögum en efst á hólnum sést að þar hefur bygging staðið. Minjarnar voru friðlýstar sem „hofgirðingar” af þjóðminjaverði árið 1931. Sumarið 2006 fór fram lítilsháttar fornleifakönnun á staðnum og er ljóst að garðurinn var hlaðinn eftir Heklugos árið 1104 og verður því ekki tengdur við hofbyggingu frá 10. öld. Má vera að girðingarnar séu forn akurgerði. Við framkvæmdir á Hofi sumarið 2009 var öllum að óvörum komið niður á fornan kirkjugarð norðan við íbúðarhúsið. Er ljóst að grafirnar eru úr frumkristni í landinu, eða frá 11. öld. Kemur það heim og saman við orð Þórðarbókar Landnámu þar sem segir: „þá tók Þorkell [krafla] skírn og allir Vatnsdælir. Hann lét kirkju gera að Hofi og veitti þar gröpt öllum þingmönnum sínum.” Sjá nánar.

12. Odda-Ás í Ljótunnarkinn. Hrolleifur hinn mikli var með líka skapsmuni og Ljót móðir hans, sem sögð var illa lofuð að skapi og einstök í háttum. Þau voru hrakin úr Skagafirði og voru tvo til þrjá vetur hjá Ingimundi gamla áður en hann byggði þeim bæ í Ási. Hrolleifur varð síðar banamaður Ingimundar vegna deilna um veiðar í Vatnsdalsá. Greinir Vatnsdælasaga frá hefnd þeirra Ingimundarsona er þeir sóttu að þeim mæðginum heima á bæ þeirra og drápu þau bæði. Ljótunnarkinn er grasbrekka í nyrðri ásnum í Ási. Þar mótar enn fyrir fornum garðlögum og tóftum fornbýlis. Norðan við heimkeyrsluna að Ási hefur verið sett upp söguskilti.

13. Jökulsstaðir. Í Landnámu og Vatnsdælasögu segir að Jökull Ingimundarson hafi búið í Tungu en staðarheitið Jökulsstaðir er ekki nefnt. Vatnsdælasaga segir að Þórormur hafi búið í „Tungu inni neðri“ og því má ætla að bær Jökuls hafi verið í Tungu hinni efri. Uppi á meltagli sunnan og ofan við bæinn í Þórormstungu eru fornar bæjartóftir með garðlögum í kring og staðurinn nefndur Jökulsstaðir. Söguskilti hefur verið sett upp við veginn neðan við Jökulsstaði og er stutt gönguleið upp hlíðina að rústunum. Sér þaðan vítt yfir héraðið og út til hafs. Sjá nánar.

14. Þórhallastaðir. Ein magnaðasta frásögn fornbókmenntanna er lýsing Grettissögu af glímu Grettis við drauginn Glám. Glíma sú fór fram í skálanum á Þórhallastöðum og barst þaðan út á hlað, undir tunglskini og skýflókum. Glámur var sænskur að uppruna og gerðist sauðamaður hjá Þórhalli bónda. Var honum svo lýst: „Kirkja var á Þórhallsstöðum; ekki vildi Glámur til hennar koma; hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur; öllum var hann hvimleiður.“ Á jólanótt var Glámur drepinn af óþekktri meinvætt innar í Forsæludal og var dysjaður þar á staðnum og kallast grashóllinn Glámsþúfa. Glámur lá hins vegar ekki kyrr, heldur gekk aftur, reið húsum og drap menn og skepnur á bænum og víðar í Vatnsdal. Gretti tókst að ráða niðurlögum draugsins en hlaut fyrir það ævilanga ógæfu og myrkfælni, „og það er haft síðan fyrir orðtæki, að þeim ljái Glámur augna eða gefi glámsýni, er mjög sýnist annan veg en er“. Á Þórhallastöðum er að finna myndarlegan bæjarhól og rústir bygginga en bærinn hefur verið í eyði um aldir.

15. Ingimundarrústir. Í Vatnsdælasögu er frásögn af landnámi Ingimundar gamla. Kom hann í dal einn víði vaxinn og kallaði hann Víðidal og hafði þar vetursetu og reisti sér skála. Á nesi einu milli Víðidalsár og Faxalækjar er hæð sem kennd er við Ingimund og kallast Ingimundarhóll. Norðaustan undir hólnum mótar fyrir tóttum og eru byggingar fornlegar, skálar tveir, 16-18 metrar að lengd. Söguskilti hefur verið sett upp við Vesturhópsvatn og þaðan liggur göngustígur að rústunum.

16. Borgarvirki. Borgarvirki er talið vera héraðsvígi frá söguöld (ca. 870-1030) og er einstætt hérlendis.Virkið er gosstapi úr stuðlabergi og stendur áberandi í landinu þar sem það rís um 177 metra yfir sjávarmáli. Náttúran og mannshöndin hafa gert Borgarvirki að upplögðum stað fyrir herflokk að búa um sig til varnar ef vænta mátti ófriðar. Hlaðnir hafa verið rammgerðir grjótveggir þar sem upp mátti komast. Inni í virkinu eru rústir af tveimur húsum svo og forn brunnur. Borgarvirki er friðlýst og er í hópi þeirra fornminja sem fyrstar voru settar undir opinbera vernd árið 1817. Sjá nánar.

ENGLISH VERSION

Saga and heritage sites

1. Stígandahróf. Vatnsdæla saga (the Saga of the Vatnsdalur People) recounts that Ingimundur the Aged, the first settler in the region, went to Norway to fetch building timber. He presented King Harald with the priceless gift of a polar bear, and in return the monarch gave him a ship, Stígandi, complete with a cargo of timber. He brought the ship into the mouth of Húnavatn lake, where he built a boathouse named Stígandahróf (Stígandi's boatshed). To the west of the river is the site of a large boathouse, which has been assumed to be Stígandahróf.

2. Þingeyrar. The name of Þingeyrar (Assembly Spits) is derived from its use as an assembly site during the Old Commonwealth (10th-13th centuries). All the remaining relics of the old assembly site are listed as a heritage site, including the “judgement circle” in the grassfield southwest of the present church. From 1133 Þingeyrar was the site of a monastery, where the monks earned renown for their manuscript production. After the monasteries were abolished at the Reformation in the 16th century, Þingeyrar became a centre of secular authority in the Húnaþing region. The present stone church was built in1864-77 by Sverrir Runólfsson, who had trained as a stonemason in Copenhagen. The building, in the Romanesque style, may also have been designed by him.

3. Gullsteinn. The Tale of Þorvaldur the Far-Travelled tells of Þorvaldur being baptised by a Saxon bishop named Frederick, who then asked if he might accompany Þorvaldur home to Iceland to preach the Christian faith. Most Icelanders were still heathen at that time. The two spent the first winter at Giljá, at the home of Þorvaldur's father Koðrán. Nordic folklore includes many stories of the supernatural, and Koðrán's guardian spirit is said to have resided in a great rock near the farmstead. Þorvaldur suggested a trial of strength between Bishop Frederick and the rock-dweller: the rock was cleft asunder by Frederick's chanting, and the pagan spirit and its followers fled. The ancient teller of the tale is believed to have had in mind the rock named Gullsteinn (Gold/Treasure Stone), which stands a little above the memorial to these first Christian missionaries in Iceland, north of the farm at Stóra-Giljá.

4. Þrístapar. These three low hills, to the north and west of the innumerable Vatnsdalshólar hills, were the site of the last execution carried out in Iceland, on 12 January 1830. Friðrik Sigurðsson and Agnes Magnúsdóttir were beheaded for the murders of Natan Ketilsson and Pétur Jónsson at Illugastaðir in Vatnsnes. At the top of the middle hill is an execution scaffold, 20-70cm high and about 5x5m in area. On it is a stone commemorating the event. A sign stands by the road, and the execution site is a short walk away.

5. Þórdísarholt. After spending his first winter at Ingimundarhóll (Ingimundur's Hill) in Víðidalur, Ingimundur the Aged moved on to Vatnsdalur with his household. “And when they reached the Vatnsdalsá river, Ingimundur's wife Vigdís said: ‘I must stay here for a while, for my labour is beginning.' Ingimundur replied: ‘May it go well.' Then Vigdís gave birth to a baby girl. She was named Þórdís. Ingimundur said: ‘This place shall be called Þórdís's Wood.'” At Þórdísarlundur (Þórdís's Copse) in Vatnsdalur a heritage sign commemorates the birth of Þórdís, the first native of the county of Húnavatnssýsla.

6. Faxabrandsstaðir. According to Vatnsdæla saga a certain Brandur lived at Faxabrandsstaðir. In a dispute with Finnbogi the Mighty and Bergur of Borg, the sons of Ingimundur the Aged sought Brandur's help. When they were to set off to Borg to meet the men in battle, a storm was raging, and Brandur covered a sled with hides and harnessed his horse Faxi to pull it. At Borg, Finnbogi and Bergur failed to appear, due to the wild weather, and Ingimundur's sons raised up a scorn-pole to shame them. A heritage sign has been erected below Breiðabólsstaðir, and the site of an ancient hall is visible a short distance above the farmhouse. See more.

7. Kattarauga (Cat's Eye) is a small, deep spring-fed pond on the Kornsá estate, with two floating grassy islands. Kattarauga is listed as a nature heritage site. At the pond is an information sign erected by the Nature Conservation Council.

8. Kornsá. Þórdís, daughter of Ingimundur the Aged, lived at Kornsá with her husband Hallormur the Easterner. Their son Þorgrímur became chieftain of Kárnsá. He had an illegitimate son by a slave woman, Nereiður, who was of the family of the Earls of Orkney. Þorgrímur had the infant taken out and abandoned to die, but he was rescued by Ingimundur's sons Þorsteinn and Þórir Hafursþjó (Goat-thigh). He was named Þorkell krafla, and went on to be chieftain of Hof. Kornsá was an important manor over the centuries. The house built there by Sheriff Lárus Blöndal in 1879 is still standing.

9. Nautabú (Cattle Farm) was the home of Þórir “Goat-thigh,” one of the sons of Ingimundur the Aged. He is said to have run berserk (been seized with a frenzy) from time to time; but he recovered from the disorder by rescuing and fostering Þorkell krafla. In the grassfield south of the farmhouse at Kornsá is a place known as Nautabúsmóar (Nautabú Moor), where the site of a farmstead and field walls are clearly visible. Archaeological research has revealed that they date from before 1000 AD. See more.

10. Undirfell is the location of the district's parish church. Southwest of the farmstead the hill Fell (358 above sea level) is visible. Fell, the main landmark at the west of the ridge, is at nónstaður as viewed from the farm (i.e. in the direction of the position of the sun at 3 pm or nón). It has been suggested that the placename may originally have been Undornfell, from undorn, which is an old synonym for nón. The Rev. Hjörleifur Einarsson, pastor of Undirfell for more than 30 years, was a pioneering educator who campaigned for better education for girls; in 1879-13 a school for girls operated at Undirfell. The present concrete church at Undirfell was built in 1925, designed by Rögnvaldur Ólafsson, the first Icelandic architect.

11. Hof. According to Vatnsdæla saga, Ingimundur the Aged made his home at Hof. The placename implies that this was the site of a heathen temple (= hof). Above and north of the farmstead is a hill known as Goðhóll (Gods' Hill). Around the hill are traces of ancient field-walls, while at the top is the site of a building. In 1931 the director of the National Museum listed these relics for protection as “temple walls.” In 2006 a small archaeological excavation was carried out on the site. Tephrochronology revealed that the walls post-date the eruption of Mt. Hekla in 1104, and thus have nothing to do with a 10th-century temple. The field-walls may be relics of ancient agriculture. During construction work at Hof in 2009, an ancient churchyard was unexpectedly uncovered at the north of the farmhouse. The graves clearly date from the early Christian period in Iceland after 1000 AD. This evidence is consistent with the evidence of Landnámabók (the Book of Settlements, Þórðarbók version): “then Þorkell [krafla] was baptised, and the Vatnsdalur people also. He had a church made at Hof, and granted burial rights there to all of his liegemen.” See more.

12. Odda-Ás at Ljótunnarkinn. Hrolleifur the Tall was like his mother Ljót in character: she had a reputation for a bad disposition, and was eccentric in her ways. They were driven out of Skagafjörður, and spent two or three winters with Ingimundur before he provided them with a farm at Ás. In due course Hrolleifur slew Ingimundur over a dispute about fishing rights in the Vatnsdalsá river. Vatnsdæla saga recounts that Ingimundur's sons came after mother and son for vengeance, killing both. Ljótunnarkinn is a grassy slope at Ás, where traces of ancient field-walls and buildings are visible. A heritage sign has been erected by the driveway to the farm.

13. Jökulsstaðir. According to Landnámabók (the Book of Settlements) and Vatnsdæla saga (the Saga of the People of Vatnsdalur), Jökull, son of Ingimundur, lived at Tunga. No reference is made to the placename Jökulsstaðir (Jökull's Place). Vatnsdæla saga states that Þórormur lived at “lower” Tunga, so presumably Jökull lived at upper Tunga. Above the farm of Þórormstunga is an ancient farm site with field walls, which is called Jökulsstaðir. A heritage sign has been placed by the road below Jökulsstaðir, which is a short walk up the hillside, offering panoramic views of the region and out to sea. See more.

14. Þórhallastaðir. One of the most dramatic stories in Old Icelandic literature is the account of how saga hero Grettir fought the terrifying ghost Glámur, recounted in the Saga of Grettir. The encounter took place in and around the hall at Þórhallastaðir on a moonlit night. Glámur, who was from Sweden, had been employed as a shepherd on Þórhallur's farm. The saga says: “There was a church at Þórhallsstaðir; Glámur would not go there; he did not sing and was an unbeliever, fractious and surly; he was detested by all.” On Christmas night Glámur was killed by some unknown being in the Forsæludalur valley, where he was buried in the heathen manner under a grassy burial mound is known as Glámsþúfa (Glámur's Tussock). But Glámur rose from his grave to terrorise the local population, slaughtering both people and livestock on the farms. Through heroic efforts, Grettir ultimately laid the ghost, but for the rest of his life he was plagued by misfortune and fear of the dark. Þórhallastaðir has been uninhabited for centuries, but traces of buildings are still in evidence.

15. Ingimundarrústir. Vatnsdæla saga recounts that Ingimundur the Aged came to a valley where willow grew, which he named Víðidalur (Willowdale), and spent the winter there and built himself a hall. On a headland between the Víðidalsá and Faxalækur rivers is a hill known as Ingimundarhóll (Ingimundur's Hill). Northeast of the hill are visible traces of ancient buildings; two halls, 16-18 metres long. A heritage sign has been placed by Vesturhópsvatn lake, from where a footpath leads to the historic site.

16. Borgarvirki (Borg Fortress) is believed to have been a defensive fortification dating from the early days of Iceland's history (c.870-1030). It is unique in Iceland. It is a volcanic plug of columnar basalt, rising to 177 metres above sea level, which is visible from far and wide. A combination of natural features and manmade additions made this an ideal defensive refuge: the natural defences were supplemented by building manmade walls at vulnerable points. Inside are sites of two buildings and a well. Borgarvirki is a listed heritage site. It was one of the first sites granted such protection, in 1817. See more.