Fara í efni
Til baka í lista

Aðalstræti 62

Friðlýst hús

Byggingarár: 1846

Hönnuður: Ókunnur.[1]

Breytingar: Húsið var klætt steinajárni skömmu eftir 1930. Sökkull var steyptur undir húsið 1985 og ári síðar var gólf hússins lækkað um þrjá þumlunga, klæðning rifin á veggjum og veggir og loft klædd plötum og nýir gluggar smíðaðir.[2]

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Aðalstræði 62 er einlyft timburhús með krossreistu þaki, 9,56 m að lengd og 6,14 m á breidd, og inngönguskúr við bakhlið með krossreistu þaki, 2,47 m að lengd og 3,19 m á breidd. Húsið stendur á steinsteyptum sökkli og skriðkjallari er undir norðurenda þess. Veggir eru klæddir steinajárni og þök bárujárni. Kvistur með skúrþaki og fjögurra rúðu glugga er á framhlið þaks upp af útidyrum og þakgluggi á bakhlið. Á húsinu eru tíu sex rúðu gluggar með miðpósti; tveir á framhlið, þrír á suðurstafni, einn á vesturstafni skúrs, einn á bakhlið og þrír á norðurstafni. Tveir tveggja rúðu gluggar eru á efst á suðurstafni og einn á suðurhlið skúrs. Gluggaop að kjallara er á sökkli undir norðurstafni. Útidyr eru á miðri framhlið hússins og að þeim steinsteyptar tröppur. Bakdyr eru á bakhlið hússins og aðrar á norðurhlið skúrs.

Inn af dyrum er gangur þvert í gegnum húsið, stofa er í suðurenda og herbergi og eldhús í norðurenda. Í inngönguskúr er forstofa og baðherbergi. Stigi er í eldhúsi og upp af honum framloft í norðurhluta og herbergi í suðurenda. Veggir á jarðhæð og gaflveggir í risi eru klæddir plötum og öll loft niðri eru klædd plötum milli bita en plötuklætt er neðan á bita í inngönguskúr. Portveggir í risi og súð eru panelklædd.    

Á baklóð hússins er hvolflaga hús úr járni og plasti, bogaskemma úr timbri og plasti og tveir skúrar.



[1]Hjörleifur Stefánsson. Akureyri. Fjaran og innbærinn, 102-103. Torfusamtökin 1986.

[2]Stefanía Ármannsdóttir. Viðtal 2005.