Fara í efni
Til baka í lista

Aðalstræti 66 A, Smiðjan

Friðlýst hús

Byggingarár: 1845

Breytingar: Skúr var byggður við húsið 1934 úr steinsteyptum steinum. [1]

Hönnuðir: Ókunnir.

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Smiðjan er einlyft timburhús með krossreistu þaki, 6,50 m að lengd og 5,35 m á breidd. Við sunnanverða bakhlið þess er viðbygging með skúrþaki, 9,0 m að lengd og 5,8 m á breidd. Húsið stendur á steinsteyptum sökkli og veggir eru klæddir trapisumótuðum plötum. Þak er klætt bárujárni og við mæni þess að austanverðu er reykháfur. Skúrþak er pappaklætt og á því er reykrör. Á bakhlið hússins er einn sex rúðu gluggi með miðpósti, tveir á norðurgafli og framhlið og loks einn á suðurgafli efst. Á gaflinum er einnig níu rúðu tvípóstagluggi. Tveir slíkir gluggar eru á viðbyggingu; annar á austurhlið hinn á suðurhlið. Sex rúðu gluggar tveir eru á vesturhlið og einn á norðurhlið auk tveggja rúðu glugga. Útidyr eru á austurhlið viðbyggingar og bakdyr á suðurhlið. Sunnan við húsið er lítið garðhýsi með risþaki.

Inn af útidyrum er stofa og í norðurenda geymsla og bað og eru veggir og loft plötuklædd. Úr stofu er gengið inn í gamla húsið. Borðstofa er í suðurenda þess, herbergi í norðausturhorni en eldhús í norðvesturhorni og stigi upp á loft. Á loftinu er eitt herbergi. Veggir eru plötuklæddir og einnig loftið á milli klæddra bita. Súð er panelklædd. Hús og viðbygging eru máluð að innan nema súð í risi.



[1]Hjörleifur Stefánsson. Akureyri. Fjaran og innbærinn, 105-106. Torfusamtökin 1986.