Til baka í lista
Ásvallagata 67
Friðlýst hús
Byggingarár: 1934
Hönnuður: Þórir Baldvinsson arkitekt
Friðun
Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. maí 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.
Húsareitur Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur við Ásvallagötu er elsta dæmi um heilsteypta byggð í anda fúnksjónalisma. Þórir Baldvinsson teiknaði aðra húsgerðina, tvílyft einbýlishús úr timbri með forskalningu. Ásvallagata 67 er eina húsið þeirrar gerðar sem ekki hefur verið breytt.