Fara í efni
Til baka í lista

Bænhús Furufirði, Furufjörður

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1899

Hönnuðir: Taldir vera Benedikt Hermannsson smiður og bóndi í Reykjafirði og Jón Snorri Árnason smiður á Ísafirði.[1]

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Bænhúsið í Furufirði er timburhús, 5,15 m að lengd og 4,52 m á breidd. Lágreist risþak er á kirkjunni og kross upp af framstafni. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar með miðpósti og tveimur þriggja rúðu römmum og einn fjögurra rúðu gluggi á framstafni yfir dyrum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir. 

Inn af kirkjudyrum er gangur og þverbekkir án bakslár hvorum megin hans en veggbekkir umhverfis í kór. Veggir og loft kirkjunnar eru klædd strikuðum panelborðum. Yfir veggjum er niðurtekið flatt loft en lágboga hvelfing yfir miðri kirkju nánast stafna á milli. Risloft er yfir fremsta stafgólfi framkirkju og þar hangir klukka í rambaldi.

 

Sjá á korti.



[1]Hjálmar Bárðarson. Vestfirðir, 360.