Bakkagerðiskirkja, Borgarfjarðarhreppur, N-Múlasýsla
Byggingarár: 1902
Byggingarár: 1900–1901.
Hönnuður: Jón Jónsson forsmiður á Seyðisfirði.[1]
Breytingar: Gluggum breytt, steypt utan á veggi kirkjunnar og forkirkja byggð 1953.[2]
Hönnuður: Ókunnur.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Bakkagerðiskirkja er timburhús, hjúpað steinsteypu, 9,29 m að lengd og 6,71 m á breidd, með steinsteypta forkirkju, 3,01 m að lengd og 2,90 m á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Upp af framstafni er ferstrendur turn með íbjúgu píramítaþaki. Turn er klæddur sléttu járni en kirkjuveggir múrhúðaðir. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir tólfrúðu gluggar, lægri áttarúðu gluggi er á framstafni og á forkirkju hvorum megin dyra er mjór bogadreginn fjögurra rúðu krosspóstagluggi. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð.
Í forkirkju eru tveir langbekkir og spjaldsett hurð að framkirkju. Inn af þeim er gangur og aftursættir þverbekkir hvorum megin hans en veggbekkir umhverfis í kór. Söngloft er yfir fremri hluta framkirkju og stigi við vesturgafl norðan megin. Járnstag er í gegnum frambrún sönglofts og upp í gegnum hvelfingu. Veggir forkirkju eru múrhúðaðir en kirkjuveggir klæddir strikuðum panelborðum. Efst á veggjum er strikuð sylla undir panelklæddri hvelfingu stafna á milli.
[1]ÞÍ. Bps. C, V. 32. Bréf 1902. Reikningur yfir byggingarkostnað Desjarmýrarkirkju í Borgarfirði árin 1900-1901, ásamt fylgiskjölum.
[2]Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Bakkagerðiskirkja.