Fara í efni
Til baka í lista

Bankastræti 3

Bankastræti 3
Friðlýst hús

Byggingarár: 1882

Byggingarár: 1881

Hönnuðir: Steinsmiðirnir Lyders og Schau.

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 5. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.



Húsið að Bankastræti 3 var fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr tilhöggnu grágrýti sem svipuðum hætti og Alþingishúsið en smíði þess lauk sama ár og bygging Bankastrætis 3 fór fram, enda unnu líklega sömu iðnaðarmenn að byggingunni, steinsmiðirnir Lyders og Julius Schau, sem hannaði húsið að öllum líkindum. Húsið var byggt fyrir Sigmund Guðmundsson prentara sem rak þar prentsmiðju sína. Árið 1883 eignaðist Sigurður Kristjánsson prentsmiðjuna og var rekin bókaverslun og útgáfa í húsinu undir hans nafni fram undir lok síðustu aldar. Í bakhúsi rak Herbert sonur Sigmundar lengi prentsmiðju sem kennd var við eiganda sinn. Íslands hóf starfsemi sína í húsinu árið 1886 en fluttist fljótlega í hús sitt við Austurstræti. Engu að síður dregur Bankastræti nafn sitt af þeirri starfsemi. Árið 1942 hóf Snyrtivöruverslunin Stella starfsemi sína í húsinu og er nafn hennar tengt húsinu sterkum böndum í hugum flestra Reykvíkinga.

 

Heimildir:

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.

Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Sjá á loftmynd.