Fara í efni
Til baka í lista

Bergstaðastræti 12, Brenna

Brenna, Bergstaðastræti 12
Friðlýst hús

Byggingarár: 1881

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 24. nóvember 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis hússins.


Bræðurnir og steinsmiðirnir Jónas og Magnús Guðbrandssynir byggðu steinbæinn Brennu árið 1881 á lóðinni Bergstaðastræti 12 þar sem torfbær hafði áður staðið. Þeir höfðu sama ár tekið þátt í byggingu Alþingishússins og lært þar byggingaraðferðina sem þeir notuðu við húsbyggingu sína. Um 1890 keypti Gísli Þorláksson Brennu og hafa afkomendur hans búið í þeim húsum byggð hafa verið á lóðinni. Ekki hefur verið búið í steinbænum síðan um 1970 og um tíma var rætt um að rífa bæinn.


Heimild:
Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur.

Sjá á loftmynd.