Til baka í lista
Bergstaðastræti 22, Sigurbjargarbær - Miðgrund
Friðlýst hús
Byggingarár: 1882
Byggingarár: 1893
Friðun
Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 24. nóvember 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.
Sagt er að bær þessi hafi í upphafi borið nafn fyrsta eiganda síns, Sigurbjargar Sigurðardóttur ekkju, en fljótlega fékk hann nafnið Miðgrund. Talið er að Bjargarstígur hafi verið nefndur eftir þessari konu, en húsið stendur á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs.
Árið 1896 var búið að byggja skúr úr bindingi við norðurgafl hússins og árið eftir var húsið hækkað og sett á það brotið þak.
Heimild:
Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur.