Fara í efni
Til baka í lista

Beruneskirkja, Djúpavogsprestakalli, Austfjarðaprófastsdæmi

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1874

Hönnuður: Þorgrímur Jónsson forsmiður frá Gilsá.[1]

Breytingar: Upphaflega var þak kirkjunnar klætt listasúð en veggir slagþili en kirkjan var klædd bárujárni á árunum 1910–1923.

Forkirkja smíðuð við kirkjuna 1963.[2]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Beruneskirkja er timburhús, 7,09 m að lengd og 4,12 m á breidd, með forkirkju við vesturstafn, 1,29 m að lengd og 1,95 m á breidd. Á kirkjunni er mænisþak, hún er öll bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi yfir.

Að framkirkju eru dyr með spjaldsettum vængjahurðum. Inn af þeim gangur og þverbekkir hvorum megin hans og veggbekkir í kór. Kórþil er í spjaldaklæddu baki innstu bekkja og prédikunarstóll framan þess sunnan megin. Í kórdyrum eru áttstrendir kórstafir með hnöttum efst. Veggir eru klæddir spjaldaþili. Yfir fremsta hluta framkirkju er setuloft á bitum og stigi við framgafl norðan megin. Yfir kirkjunni stafna á milli er risloft opið upp í rjáfur klætt skarsúð á sperrur.



[1]ÞÍ. Bps. C, V. 40. Bréf 1876. Reikningur yfir byggingarkostnað Beruneskirkju, ásamt fylgiskjölum.

[2]Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Beruneskirkja.