Fara í efni
Til baka í lista

Borgarneskirkja, Brattagata 6

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1942

Friðun

Friðlýst af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 9. maí 2024 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. 

Borgarneskirkja var hönnuð og byggð á árunum 1942–1959 eftir uppdráttum Halldórs H. Jónssonar arkitekts. Borgarneskirkja er með hefðbundnu langkirkjulagi með forkirkjuturni, miðskipi og kór. Turninn á vesturstafni er með sveigðu, topplaga þaki og krossmarki efst. Turninn nær að hluta inn í miðskip kirkjunnar sem er með hlutfallslega lágum langveggjum og háu, bröttu mænisþaki. Á hvorri langhlið eru fjögur gluggaútskot sem ganga fram úr veggnum og ná upp í þakflötinn þar sem þau mynda kvisti með mænisþaki. Við austurstafn er bogamyndaður kór undir lægra þakformi. Gluggar kirkjunnar eru með gotneskum oddboga.