Fara í efni
Til baka í lista

Dagverðarneskirkja, Dagverðarnesi, Fellsströnd

Dagverðarneskirkja
Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1848

Friðun

Á fundi Húsafriðunarnefndar 11. ágúst 2009 var samþykkt að Dagverðarneskirkja skuli sett á skrá nefndarinnar yfir friðuð hús, skv. 6. gr. laga um húsafriðun nr. 104/2001.

 Saga

Dagverðarneskirkja er bárujárnsklætt timburhús, byggð 1934 upp úr viðum eldri kirkju á Dagverðarrnesi sem smíðuð var 1848-1849 af Stefáni Björnssyni snikkara. Kirkjan er öll í einu formi, forkirkja, framkirkja og kór, 9,8 m að lengd og 5,75 m á breidd og með krossreist þak. Allur frágangur kirkjunar að utan er með einfaldasta móti; bárujárn neglt á gluggakarma, kverkborð og vindskeiðar án strika, sökklar og steinsteyptar kirkjutröppur án múrhúðunar.

 

Hið innra ber kirkjan sterkan keim af timburkirkjum byggðum í prófastsdæminu skömmu fyrir 1900. Má í því sambandi einkum nefna að veggir og hvelfing eru klædd strikuðum panelborðum, umhverfis kirkjurýmið er vegleg strikasylla, kirkjubekkir eru sveigðir og altari stendur á háum kórpalli bogadregnum á framhlið.


Ljósm.: Pétur Ingvarsson