Fara í efni
Til baka í lista

Eiðakirkja, Austur-Hérað, S-Múlasýsla

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1886

Hönnuður: Gísli Sigmundsson forsmiður frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Eiðakirkja er timburhús, 10,11 m að lengd og 6,05 m á breidd, með klukknaport á vesturstafni, 1,51 m að lengd og 1,93 m á breidd. Risþök eru á kirkju og klukknaporti klædd bárujárni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er krosspóstur og sex rúður í römmum. Tvær súlur eru undir framhlið klukknaports og tvær flatsúlur við framstafn kirkju. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir til hlífðar innri spjaldsettri hurð.

Inn af kirkjudyrum er gangur inn að kór sem hafinn er yfir kirkjugólf um eitt þrep. Aftursættir þverbekkir eru hvorum megin gangs en veggbekkir og langbekkir í kór. Veggir eru klæddir plægðu listaþili. Yfir kirkjunni stafna á milli er panelklædd hvelfing.


[1]ÞÍ. Bps. C, V. 32. Bréf 1891. Reikningur yfir kostnað við byggingu Eyðakirkju árið 1886, ásamt fylgiskjölum.