Fara í efni
Til baka í lista

Eyrarkirkja, Patreksfirði

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1904

Byggingarár: 1904–1907.

Hönnuður: Sigurður Magnússon héraðslæknir og smiður.

Breytingar: Timburturn rifinn 1935 og hærri byggður úr steinsteypu.[1]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Eyrarkirkja er steinsteypuhús, 9,46 m að lengd og 8,94 m á breidd, með kór, 3,60 m að lengd og 7,94 m á breidd, og turn við framstafn, 0,51 m að lengd og 3,51 m á breidd. Viðbyggingar eru hvorum megin við hann, 2,65 m að lengd og 2,02 m á breidd. Lágreist bárujárnsklædd risþök eru á kirkju og kór en píramítaþak á turni sem gengur út undan sér neðst. Veggir eru múrhúðaðir og á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fjórum bogadregnum smárúðóttum gluggum hvor. Þeir eru úr steypujárni og eru neðri gluggarnir ívið stærri. Á framhlið turnviðbygginga er einn gluggi, annar á suðurhlið og loks einn á suðurhlið turns. Ofarlega á turninum eru fjögur bogadregin hljómop með hlerum fyrir. Dyr eru á norðurhlið kórs. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og bogagluggi yfir.

Í forkirkju er stigi til sönglofts yfir fremsta hluta framkirkju og setsvala inn að kór. Að framkirkju eru vængjahurðir og inn af þeim gangur að kór sem hafinn er yfir kirkjugólf um þrjú þrep. Þverbekkir eru hvorum megin gangs, langbekkir á setsvölum norðan megin en stólar sunnan megin. Herbergi eru þiljuð af kór hvorum megin. Skrúðhús er sunnan megin og úr því gengið inn í prédikunarstól. Veggir eru múrhúðaðir og yfir framkirkju er múrhúðuð hvelfing stafna á milli og önnur minni í kór.


[1]Einar Sturlaugsson. Við lindina. Kirkjuritið 1939; Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940, 395. Reykjavík 1998.