Fara í efni
Til baka í lista

Fífilbrekka, Reykjum, Ölfusi, Reykir, Ölfusi

IMG_4858
Friðlýst hús

Byggingarár: 1939

Friðlýsing

Friðlýst af mennta- og menningarmálaráðherra 26. september 2017, skv. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs og nánasta umhverfis hússins innan marka upphaflegrar lóðar, sem eru nánar skilgreind í friðlýsingarskilmálum (sjá loftmynd ).

Byggingarefni

Timburhús

Byggingarár

1939

Höfundur

Talið er að Guðjón Samúelsson hafi teiknað húsið ásamt Þóri Baldvinssyni arkitekt en upphafleg teikning hefur ekki varðveist. 

Húsið Fífilbrekka að Reykjum í Ölfusi, fyrrum sumarbústaður Jónasar Jónssonar frá Hriflu, var byggt árið 1939. Bústaðurinn var seldur Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1964. Hann er eina húsið sem Jónas Jónsson eignaðist og dvaldi hann þar löngum ásamt konu sinni. Húsið og nánasta umhverfi þess hefur mikið menningarsögulegt gildi sem annað heimili og griðarstaður eins kunnasta stjórnmálamanns þjóðarinnar á 20. öld. Auk þess hefur húsið gildi vegna umhverfis og sögu Reykja í Ölfusi.