Til baka í lista
Friðun
Fríkirkjuvegur 11, Hús Thors Jensen
Friðlýst hús
Byggingarár: 1908
Hönnuður: Einar Erlendsson arkitekt
Friðun
Friðað í B-flokki, þ.e. ytra byrði, af borgarstjórn 25. apríl 1978 samkvæmt 2. mgr. 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969. Í maí 2015 samþykkti forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar Íslands um breytingu á friðlýsingaskilmálum. Friðlýsingin tekur nú tilytra borðs hússins og eftirtalinna byggingahluta innan dyra: Gólfs, veggjaklæðninga og lofts í anddyri 1. hæðar; veggjaklæðninga og lofta í viðhafnarstofu og borðsal á 1. hæð; upprunalegs parkettgólfs í viðhafnarstofu á 1. hæð; lofta í hliðarsal, setustofu og veitingaherbergi á 1. hæð; veggjaklæðninga á gangi 1. og 2. hæðar með fyrirvara um afturkræfa breytingu á aðalstiga; snyrtiklefa á neðri hæð bakstigahúss og bakstiga. Friðlýsingarbréfið var undirritað 12. maí 2015.
Byggingarefni
Timburhús.
Athafnamaðurinn Thor Jenssen fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna fyrir sig íbúðarhús sem hann reisti við Fríkirkjuveg 11 árið 1907. Þegar það var reist þótti húsið glæsilegasta íbúðarhús landsins. Auk fjölmargra atriða sem voru nýlunda á þeim tíma, s.s. vatns- og raflagnir, er innra byrðið vitnisburður um hið besta sem gert var á þessu sviði á fyrri hluta 20. aldar, hvort sem um er að ræða frágang á smíðum eða málun, sem unnin var af fyrstu lærðu íslensku málurunum.