Fara í efni
Til baka í lista

Gamli barnaskólinn Bíldudal, Strandgata 5 - safnaðarheimili

Gamli barnaskólinn Bíldudal
Friðlýst hús

Byggingarár: 1906

Höfundur: Rögnvaldur Ólafsson arkitekt 

Byggingarefni: Timbur

 

Friðlýsing: 

Friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins.


Strandgata 5, gamli barnaskólinn á Bíldudal, var byggður 1906 af Pétri Bjarnasyni og var kennt í húsinu til ársins 1966. Sóknarnefnd Bíldudalskirkju og Verkalýðsfélagið Vörn létu gera við húsið og færa það í uppprunalegt horf. Umsjón með endurgerðinni hafði Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Húsið, sem talið er teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, hefur mikið listrænt gildi auk þess að hafa menningarsögulegt gildi fyrir byggðarlagið. Það stendur í næsta nágrenni kirkjunnar og saman mynda þessar byggingar sögulegan kjarna í byggðarlaginu, enda þótt nánasta umhverfi þeirra hafi breyst mjög til verri vegar með tilkomu kalkþörungaverksmiðju við höfnina. 

Auk hins listræna og menningarsögulega gildis hefur skólahúsið umtalsvert fágætisgildi á landsvísu þar sem tiltölulega fá skólahús frá fyrstu árum 20. aldar hafa varðveist í upphaflegri mynd.