Fara í efni
Til baka í lista

Gljúfrasteinn, Mosfellsdal

Gljufrasteinn-2004-3-
Friðlýst hús

Byggingarár: 1945

Hönnuður: Ágúst Pálsson arkitekt.

Friðaður 7. júní 2010 samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Gljúfrasteinn var heimili rithöfundarins Halldórs Laxness frá byggingu hússins 1945 til dánardags skáldsins 8. febrúar 1998, nú varðveitt sem safn í minningu hans. Húsið hannaði Ágúst Pálsson arkitekt. Það hefur gildi sem dæmi um verk höfundarins og þróun funksjónalismans á 5. áratug 20. aldar. Húsið er einnig athyglisvert vegna samspils þess við náttúru og staðhætti.