Fara í efni
Til baka í lista

Hagakirkja, Holta- og Landsveit

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1891

Hönnuður: Sigurður Árnason smiður.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Hagakirkja er timburhús, 8,31 m að lengd og 5,79 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er hár ferstrendur turn með lágt píramítaþak. Bogadregið hljómop með hlera er á framhlið turns og undir honum lágur stallur. Kirkjan er klædd listaþili, þak bárujárni en turnþak sinki og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum og einn minni yfir dyrum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bjór yfir.

Inn af dyrum er gangur og bekkir hvorum megin hans. Setuloft á fjórum stoðum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl að norðanverðu. Á því eru stoðir undir turni. Veggir eru klæddir strikuðum panelborðum. Efst á þeim er strikasylla sem leidd er fyrir kórgafl að flatsúlum hvorum megin altaris. Á þeim er súluhöfuð og bogi á milli þeirra yfir altari. Yfir kirkjunni stafna á milli er borðaklædd stjörnusett hvelfing.



[1]ÞÍ. Bps. C, V. 63. Bréf 1892. Reikningur yfir byggingu Hagakirkju í Holtum sumarið 1891, ásamt fylgiskjölum.