Fara í efni
Til baka í lista

Handverks- og hússtjórnarskólinn, Hallormsstað

Hússtjórnarskólinn Hallormsstað
Friðlýst hús

Byggingarár: 1930

Höfundur: Jóhann Franklín Kristjánsson

Byggingarefni: Steinsteypa

Friðlýsing:

Friðlýst af forsætisráðherra 7. september 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll, sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum. 


Skólahúsið er byggt á árunum 1929-30 eftir uppdráttum Jóhanns Franklíns Kristjánssonar. Yfirsmiður byggingarinnar var Guðjón Jónsson trésmiður á Reyðarfirði. Innréttingar hússins eru merkar og mjög vel varðveittar með upprunalegum húsgögnum, sem eru að hluta til veggföst, hönnuðum af Gusthel Weinem, sem var ein af fyrstu kennslukonum skólans. Trésmíðavinnustofa Benedikts Sveinssonar á Fáskrúðsfirði sá um smíðina. Frá upphafi hefur húsgagnaáklæðið verið með sama mynstri þó nemendur skólans hafi ofið nýtt áklæði.  

Í húsinu er eini starfandi skólinn sem staðist hefur tímans tönn af þeim húsmæðraskólum sem reistir voru á landsbyggðinni.