Fara í efni
Til baka í lista

Héðinsvöllur við Hringbraut

Friðlýst hús

Byggingarár: 1943

Hönnuðir: Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson arkitektar.

 

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 17. mars 2011 samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun. Friðunin nær til ytra byrðis leikvallarskýlisins og garðveggja umhverfis leikvöllinn.

 

Á árunum 1931 til 1937 reisti byggingarfélag alþýðu þyrpingu verkamannabústaða við Hringbraut austan Hofsvallagötu, með 72 íbúðum. Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt var falið að hanna þessa byggð. Framlag hans markaði tímamót í íslenskum arkitektúr sem fyrsta dæmið um heilsteypta íbúðabyggð í anda módernisma í byggingarlist. Líkt og garðveggurinn umhverfis leikvöllinn og umgjörð Héðinsstyttunar næst Hringbraut er leikvallarskýlið ómissandi þáttur í heildarmynd og skipulagi húsaþyrpingar Gunnlaugs. Það var hannað af arkitektunum Einari Sveinssyni og Ágúst Pálssyni árið 1943.