Hljómskálinn við Reykjavíkurtjörn, Sóleyjargata 2
Byggingarár: 1923
Friðlýsing
Friðlýstur af mennta- og menningarmálaráðherra 26. september 2017, skv. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins.
Byggingarefni
Steinsteypt hús.
Byggingarár
1922
Höfundur
Guðmundur H. Þorláksson húsameistari
Hjómskálinn við Reykjavíkurtjörn hefur menningarsögulegt gildi sem fyrsta hús á landinu sem byggt var sérstaklega fyrir tónlistarstarfsemi. Þar var fyrsti hljóðfæraskóli landsins starfræktur 1922-24 og Tónlistarskóli Reykjavíkur hóf þar starfsemi 1930. Einnig æfði Hljómsveit Reykjavíkur, forveri Sinfoníuhljómsveitar Íslands, í Hljómskálanum.
Skálinn er tvílyftur, áttstrendur turn með þaksvölum ætluðum fyrir útitónleika, teiknaður af Guðmundi H. Þorlákssyni húsameistara og reistur árið 1922. Byggingarstíll Hljómskálans ber öll einkenni steinsteypuklassíkur en lögun hans og uppbygging gerir mannvirkið einstakt í íslenskri byggingarsögu. Hljómskálinn stendur á áberandi stað í miðbænum og er mikilvægur hluti af Hljómskálagarðinum, fyrsta bæjargarði Reykjavíkur, sem við hann er kenndur.