Hólmur, Hólmur í Landbroti

Byggingarár: 1905 - 1946
Friðun
Friðlýst af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 4. desember 2024 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til heimarafstöðvar og stíflu (byggð 1938); byggingar sem hýsti m.a. járnsmíðaverkstæði, frystihús og sláturhús (1930), íbúðarhúss (1930) og smíðaskóla (1946).
Hólmur í Landbroti er merkur staður í byggðasögu Skaftárhrepps og Vestur-Skaftafellsýslu á 20. öld. Hólmur gegndi mikilvægu hlutverki í sögu rafvæðingar á Íslandi ásamt þróun trésmíðanáms í dreifbýli á 20 öld. Þau mannvirki á Hólmi sem nú hafa verið friðlýst hafa varðveist nánast óbreytt með verkfærum og búnaði og er menningarsögulegt gildi þeirra einstakt með tilliti til tæknisögu landsins og byggðasögu héraðsins.