Fara í efni
Til baka í lista

Holtskirkja, Önunarfjörður

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1869

Hönnuður: Kristján Vigfússon forsmiður.[1]

Breytingar: Steypt utan á veggi 1937.

Hönnuður: Jón Hagalínsson trésmiður.

Forkirkja úr timbri reist 1969.[2]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Holtskirkja er timburhús, hjúpað steinsteypu, 10,54 m að lengd og 6,78 m á breidd, með forkirkju úr timbri, 2,55 m að lengd og 3,88 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með risþaki. Kirkjan er múrhúðuð, forkirkja klædd slagþili og turn og þök klædd bárujárni. Við kórbak sunnan megin er steinsteyptur reykháfur. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fjögurra rúðu gluggi með krosspósti er á framstafni forkirkju. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir.

Að framkirkju eru vængjahurðir. Inn af þeim er gangur og bekkir hvorum megin hans en veggbekkir norðan megin í kór. Yfir fremsta hluta framkirkju er setuloft á tveimur stoðum og stigi við framgafl sunnan megin. Veggir eru klæddir plötum en framgafl á setulofti er klæddur standþili og portveggir panil. Plötuklætt súðarloft og panelklætt skammbitaloft eru yfir setulofti. Yfir innri hluta framkirkju og kór er plötuklædd hvelfing.


[1]ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 138. Bréf 1870. Byggingarreikningur Holtskirkju í Önundarfirði sumarið 1869.

[2]ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 139. Bréf 1887. Reikningur yfir byggingarkostnað Rafnseyrarkirkju árið 1885-1886.