Til baka í lista
Hringbraut 35 til 49
Friðlýst hús
Byggingarár: 1942
Hönnuðir: Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson
Friðun
Friðað af menntamálaráðherra 15. nóvember 2010 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis húsanna.
Byggingarefni
Steinsteypuhús.
Þessi tvö atvinnu- og fjölbýlishús, Hringbraut 35 til 41 og 43 til 49, teljast vera fyrstu íbúðarblokkir í Reykjavík. Húsin eru steinsteypt og steinuð að utan með innlendu kvarsi og silfurbergi. Mjög var til þeirra vandað að öllu leyti. Með byggingunum kom fram nýtt byggingarlag með lágreistu valmaþaki og steyptum þakrennum. Áberandi einkenni á bakhlið húsanna eru skásett útskot með hornglugga á stofu hverrar íbúðar auk bogadreginna svala með innbyggðri blómasyllu.