Ísólfsskáli, Stokkseyri
Byggingarár: 1962
Höfundur: Gunnar Hansson
Friðlýsing:
Friðlýst af forsætisráðherra 7. september 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til hússins í heild ásamt steinhlaðinna garða á lóðarmörkum.
Sumarhúsið Ísólfsskáli hefur bæði byggingarlistalegt og menningarsögulegt gildi. Það var byggt árið 1962 fyrir dr. Pál Ísólfsson dómorganista og tónskáld (1893-1976), sem átti ættir að rekja til Stokkseyrar. Sagt er að Páll hafi gjarnan sótt innblástur í tónsmíðar sínar í brimhljóðið í fjörunni. Húsið teiknaði Gunnar Hansson arkitekt árið 1961. Í húsinu teflir hann saman hreinum formum módernismans og íslenskri byggingarhefð og tengir húsið bæði við umhverfi sitt með steinhlöðum veggjum og görðum og fortíðina því steinhlaðnir garðar hafa einkennt byggðina á Stokkeyri um aldir.