Fara í efni
Til baka í lista

Kirkjubólskirkja, Valþjófsdalur við Önunarfjörð

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1886

Hönnuðir: Forsmiðirnir Jón Guðmundsson frá Grafargili og Sigurður Jónsson snikkari.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Kirkjubólskirkja er timburhús, 7,74 m að lengd og 4,54 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með lágt risþak. Kirkjan er klædd skarsúð en þök bárujárni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír sexrúðu gluggar. Fyrir kirkjudyrum er hurð klædd lóðréttum stöfum.

Inn af dyrum er gangur og þverbekkir hvorum megin hans. Veggbekkir eru umhverfis í kór. Í fremsta stafgólfi framkirkju er afþiljað loft og steinsteyptur reykháfur í norðvesturhorni. Veggir eru klæddir póstaþili upp að miðsyllu en strikuðum panelborðum að ofan. Yfir innri hluta framkirkju og kór er borðaklædd hvelfing.


[1]ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 139. Bréf 1887. Reikningur yfir byggingarkostnað Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal ár 1886.