Klyppstaðarkirkja, Borgarfjarðarhreppur, N-Múlasýsla
Byggingarár: 1895
Hönnuður: Jón Baldvin Jóhannsson forsmiður.[1]
Breytingar: Í öndverðu voru veggir klæddir lóðréttum strikuðum panelborðum en voru síðar klæddir bárujárni.[2]
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Klyppstaðarkirkja er timburhús, 7,54 m að lengd og 4,96 m á breidd. Risþak er á kirkju, hún er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hliðum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur fjögurra rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar hurðir og yfir þeim klukknaport.
Inn af kirkjudyrum er gangur, aftursættir þverbekkir hvorum megin hans og veggbekkir umhverfis í kór. Veggir og vesturgafl upp að efri brún dyra eru klæddir póstaþili en kórgafl og efri hluti vesturgafls klæddir strikuðum panelborðum. Yfir kirkjunni stafna á milli er stölluð panelklædd hvelfing.[1]ÞÍ. Bps. C, V. 41. Bréf 1897. Reikningur yfir byggingarkostnað Klyppstaðarkirkju 1895 og málunarkostnað 1896, ásamt fylgiskjölum.
[2]Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Klyppstaðarkirkja.