Laugavegur 29

Byggingarár: 1906
Friðun
Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. apríl 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.
Byggingarefni
Timburhús.
Fyrsti eigandi hússins var Guðmundur Hallsson trésmiður og er ekki ólíklegt að hann hafi byggt húsið. Frá upphafi hefur verið rekin verslun á neðri hæð hússins. Á efri hæðinni var lengi vel íbúð, en þar eru nú skrifstofur og geymslur. Verslunin Brynja flutti í húsið árið 1930 og er þar enn. Verslunin var stofnuð árið 1919 og er því elsta starfandi járnvöruverslun landsins.
Heimildir:
Nikulás Úlfar Másson og Helga Maureen Gylfadóttir (2001). Húsakönnun. Laugavegsreitir – miðsvæði. Skýrslur Árbæjarsafns 86. Reykjavík: Árbæjarsafn.
Verslunin Brynja (ódags.). Sótt 10. maí 2011 af brynja.is.