Fara í efni
Til baka í lista

Pakkhús Hofsósi

Friðlýst hús

Byggingarár: 1773

Hönnuður:

Í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1954.

Í umsjá Hofshrepps frá 1992.[2]

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Pakkhúsið er stokkbyggt timburhús með risþaki, 11,94 m að lengd og 8,28 m á breidd. Húsið stendur á hlöðnum sökkli, veggstokkar eru óklæddir en gaflhlöð eru klædd listaþili. Vatnsbretti á stöfnum marka hæðarskil og skammbita. Skarsúð er á þaki. Á hvorri hlið hússins eru tveir 12 rúðu póstgluggar, tveir fjögurra rúðu gluggar eru á gaflhlaði framstafns en þrír á bakstafni. Útidyr eru á miðri framhlið og á bakstafni eru vörudyr með vængjahurðum. Vörudyr með vængjahurðum eru inn á loftið á framstafni og yfir þeim efst á gaflhyrnu aðrar vörudyr með hurð fyrir.

Jarðhæð hússins er einn salur. Eftir húsinu endilöngu er langbiti studdur þremur stoðum og á honum loftbitarnir. Á þeim hvílir langbita stafna á milli og bitar loftsins. Stigi til loftsins er gegnt útidyrum. Loftið er einn salur og opið upp undir mæni. Veggstokkar á jarðhæð og gaflar í risi eru óklæddir að innan. Húsið er ómálað að innan. 



[1]Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940, 100. Reykjavík 1998.

[2]Þjóðminjasafn Íslands. Skjalasafn húsasafns. Pakkhús á Hofsósi.