Fara í efni
Til baka í lista

Papeyjarkirkja, Papey

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1904

Athugasemd: Kirkjan er smíðuð upp úr eldri kirkju.

Hönnuðir: Lúðvík Jónsson og Magnús Jónsson forsmiðir á Djúpavogi.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Papeyjarkirkja er timburhús, 5,27 m að lengd og 3,39 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðrétti plægðri tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.

Inn af dyrum eru framkirkja og kór eitt; veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Veggir eru klæddir spjaldaþili og loft á bitum er yfir allri kirkjunni stafna á milli.



[1]Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Papeyjarkirkja.