Fara í efni
Til baka í lista

Ranakofi, Svefneyjum, Breiðafirði

Friðlýst hús

Byggingarár: Síðari hluti 18. aldar.

Athugasemd: Talinn endurreistur eftir dánardægur Eggerts Ólafssonar náttúrufræðings og skálds 30. maí 1768.[1]

Hönnuður: Ókunnur.

Friðaður 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Ranakofi er torfhús með tyrfðu risþaki, um 9,10 m að lengd og 5,60 m á breidd en 6,75x3,25 m að innanmáli. Húsið stendur á ystu brún hárra sjávarhamra og hafa þeir hrunið undan því að hluta. Veggir eru hlaðnir úr grjóti og streng og efsti hluti þeirra er torfhlaðinn en gaflhlöð eru úr timbri og klædd listaþili. Á framhlið eru dyr með listaklæddri burst yfir og en veggir í dyraönd eru klæddir láréttum borðum og yfir er borðaklætt flatt loft.

Við veggi eru stoðir og á þeim veggsyllur og sperrur með langböndum og reisifjöl, allt smíðað af nýjum viðum.


[1]Árni Björnsson, Eysteinn G. Gíslason og Ævar Petersen. Breiðafjarðareyjar, 162. Árbók Ferðafélags Íslands 1989.