Reynistaður við Skildinganes, Skildinganes 15
Byggingarár: 1874
Viðbyggingar frá 1924.
Byggingarefni
Steinhlaðið hús
Friðun
Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins, sem byggt var árið 1874 og seinni tíma viðbygginga.
Saga Skildinganesjarðarinnar er löng. Talið er að þetta steinhlaðna hús hafi verið byggt um 1874. Þegar Eggert Claessen bankastjóri og hæstaréttarlögmaður keypti stóran hluta jarðarinnar á árunum 1922 til 1923 lét hann byggja við húsið og þegar þeim breytingum var lokið árið 1924 flutti hann í húsið ásamt fjölskyldu sinni. Hann nefndi hús sitt Reynistað eftir samnefndu stórbýli í Skagafirði þaðan sem hann var ættaður.
Heimildir:
Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.
Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.