Til baka í lista
Riis-hús, Borðeyri
Friðlýst hús
Byggingarár: 1860
Byggingarár: 1862.
Hönnuður: Talinn vera Pétur Eggerts smiður og kaupmaður.[1]
Friðað af menntamálaráðherra 25. janúar 2000 samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þjóðminjalagalaga, nr. 88/1989 með síðari breytingum. Friðun tekur til ytra borðs.[2]
Riis-hús er einlyft timburhús með risþaki með hálfvalma, 14,65 m að lengd og 7,57 m á breidd. Á austurhlið hússins er miðjukvistur með risþaki. Húsið stendur á steinhlöðnum sökkli. Veggir eru klæddir listaþili og þak bárujárni. Á húsinu eru 16 krosspóstagluggar, þar af tveir á kvisti, og á gaflhlaði sunnan megin eru tveir fjögurra rúðu gluggar. Útidyr eru á austurhlið og bakdyr á vesturhlið.
[1]Þorgeir Jónsson. Riishús á Borðeyri. Úttekt og tillaga að endurbótum. Greinargerð 1993.
[2]Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Friðunarskjal Riis-húss á Borðeyri.