Fara í efni
Til baka í lista

Skáli Ferðafélags Íslands, Hvítárnesi, Bláskógabyggð

Friðlýst hús

Byggingarár: 1930

Byggingarár: 1929-1930

Hönnuðir: Jón J. Víðis mælingamaður teiknaði skálann, en Jakob Thorarensen skáld annaðist alla trésmíði og Jón Jónsson bóndi að Laug í Biskupstungum hlóð útveggi.

Friðaður 15. september 2010 samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun. Friðunin nær til ytra byrðis skálans.

Skálinn var byggður á árunum 1929-1930 og er um að ræða fyrsta sæluhús sem Ferðafélag Íslands reisti.  Skálinn er klæddur panil að innan en er að utan í gömlum íslenskum stíl; grjót- og torfveggir á hliðum en stafnar og þak eru nú klædd bárujárni. Á báðum stöfnum eru auk þess útskornar vindskeiðar. Byggingarstíll skálans ber merki þeirrar þjóðernisrómantíkur sem ríkti undir lok sjálfstæðisbaráttunnar.