Skólavörðustígur 4
Byggingarár: 1883
Byggingarefni
Steinhlaðið hús
Friðun
Friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Húsið að Skólavörðustíg 4 er talið vera fyrsta húsið í Reykjavík sem hlaðið er úr tilhöggnu grágrýti sem íslenskir steinsmiðir stóðu einir að. Magnús Geir Guðnason, sem lærði steinsmíði þegar hann vann við byggingu Alþingishússins, eignaðist húsið við Skólavörðustíg meðan það var í byggingu. Í upphafi var húsið einvörðungu íbúðarhús en árið 1928 var neðri hæðinni breytt í verslun og upp úr 1950 var allt húsið tekið undir verslunarrekstur.
Heimildir:
Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.
Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.