Til baka í lista
Skrúður, Núpur í Dýrafirði

Friðlýst mannvirki
Byggingarár: 1905
Friðun
Friðlýst af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 9. október 2023 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar.
Skrúður er skrúðgarður sem ber einkenni klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. Hann á sér merkilega sögu, m.a. sem fyrsti kennslugarðurinn löngu áður en slíkar hugmyndir höfðu skotið rótum hér á landi. Vinna við gerð hans hófst árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett árið 1908.
Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skipulagi garðsins og tegundaflóru, auk steinhlaðinna veggja, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns, gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja.