Fara í efni
Til baka í lista

Staðarkirkja, Staðardal

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1856

Byggingarár: 1886.

Hönnuður: Bergþór Jónsson snikkari.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Staðarkirkja í Staðardal er timburhús, 8,24 m að lengd og 5,75 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreist þak. Hljómop með hlera fyrir er á hvorri turnhlið. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum er hurð til hlífðar innri spjaldsettum vængjahurðum.

Inn af kirkjudyrum er gangur og bekkir hvorum megin hans. Kórþil klætt spjaldaþili er í baki innstu bekkja og veggbekkir umhverfis í kór. Veggir eru klæddir spjaldaþili og brjóstlisti er undir neðri brún glugga. Þverbitar eru milli veggja í framkirkju og tvær turnstoðir standa á fremsta bitanum. Yfir kirkjunni er risloft og flatt loft yfir miðhluta, klætt strikuðum panelborðum neðan á sperrur og skammbita.


[1]ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 139. Bréf 1886. Reikningur yfir byggingu Staðarkirkju í Súgandafirði 1885-1886.