Fara í efni
Til baka í lista

Svefnherbergi frá Árkvörn í Fljótshlíð, Skógum, Skógar, Austur-Eyjafjallahreppur

Friðlýst hús

Byggingarár: 1838

Hönnuður: Ókunnur.

Breytingar: Endurreist á Skógum 1976.

Athugasemd: Svefnherbergið er nú undir sama þaki og stofa frá Norður-Götum í torfbænum á Skógum.[1]

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Í gamla torfbænum á Skógasafni hefur verið sett upp sett upp lítið svefnherbergi frá Árkvörn í Fljótshlíð, 3,16 x 2,28 m að innanmáli. Herbergið er hluti af gestastofu Eiríks Sverresen sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíð, bróðir Runólfs á Maríubakka, en hann byggði upp bæinn í Kollabæ af stórhug við komu sína þangað árið 1836. Við dauða Eiríks 1843 keypti Páll Sigurðsson alþingismaður í Árkvörn stofuna og flutti að Árkvörn. Þar endaði hún sem svefnherbergi í kjallara íbúðarhúss sem byggt var árið 1908.

Við brottför Páls Sigurðssonar bónda í Árkvörn þaðan árið 1962 gaf hann Skógasafni leyfi til að taka gömlu stofuþiljurnar niður og flytja að Skógum. Svefnherbergið er nú elsti hluti endurbyggðra húsa í Skógum. Neðri hluti veggja er spjaldsettur, efri hluti gerður af breiðum þiljum. Spjöldin eru grópuð í gólfsillu og miðsillu og breiðir listar skilja þau að. Miðsilla er með strikuðum lista.[2]



[1]Þórður Tómasson. Viðtal 2005.

[2] Vefur Skógasafns. Sótt 16. október 2012 af http://skogasafn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=65%3Astofan-fra-goetum-i-myrdal&catid=34%3Abyggingar&lang=is&Itemid=53.