Fara í efni
Til baka í lista

Þverá, fjárhús og hlaða, Laxárdal, S-Þingeyjarsýslu

Friðlýst hús

Byggingarár: 1850

Byggingarár: 1845–1850.

Hönnuður: Jón Jóakimsson bóndi og hreppstjóri á Þverá.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Lambhús tvö og sambyggð hlaða eru hlaðin úr  torfi og á þeim er torfþekja með lágu risi. Húsin eru suðvestur af bænum og lambhúsin snúa í austur en hlaðan er við bakstafn þeirra og snýr norður-suður. Dyr eru á miðjum framstafni hvors lambhúss og gluggi á þekjunni uppi yfir þeim við innri brún veggjar. Upphlaðinn garður er inn af dyrum inn að hlöðudyrum. Þakið er tvíása og styðja stoðir sem ganga upp frá garði undir ásana. Raftar eru af vegg upp á ása og á milli ása, uppi yfir garði, og á þeim hrís undir torfþekju. Hlaðan er niðurgrafin að hluta og horn hvilftuð að innan en veggir byggðir á svipaðan hátt og á lambhúsum. Dyr eru á vesturhlið hlöðunnar. Ás er undir miðju þaki, studdur stoðum, og raftar hvíla  á veggjum og á ásnum og á þeim er hrís og torfþekja.



[1]Áskell Jónasson. Viðtal 1994.