Fara í efni
Til baka í lista

Tjarnargata 34

Tjarnargata-34-2-
Friðlýst hús

Byggingarár: 1925

Hönnuður: Þorleifur Eyjólfsson húsameistari

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. maí 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Steinsteypuhús. 

 

Þorleifur Eyjólfsson húsameistari teiknaði húsið að Tjarnargötu 34 árið 1925. Verkið er frumraun höfundar eftir að hann lauk námi í Þýskalandi, fyrstur íslenskra húsameistara. Í húsinu birtast stíláhrif af öðrum toga en algeng voru hér á landi á þeim tíma, t.d. ferningslaga grunnform, háreist skífuklætt brotaþak, gluggaútskot og gluggaskipting í láréttu hlutfalli. Húsið er dæmi um góða byggingarlist 20. aldar sem talið er hafa það mikið varðveislugildi að það eigi að teljast til þjóðminja. 

Pétur Halldórsson borgarstjóri og alþingismaður (1887-1940) lét reisa húsið yfir móður sína Kristjönu Pétursdóttur Guðjónsen (1863-1939). Pétur var borgarstjóri í Reykjavík frá 1935 til æviloka. Frá árinu 1909 þar til hann lést átti hann og rak Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.