Fara í efni
Til baka í lista

Tómasarhagi 16 B, Litlibær

Tómasarhagi 16b
Friðlýst hús

Byggingarár: 1896

Byggingarár: 1893-1896

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 8. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.


Árið 1893var Einari Gamalíelssyni leyft að byggja  hús með langhliðum úr tilhöggnu grágrýti á lóð Litlabæjar á Grímsstaðaholti. Árið 1896 seldi hann Halldóri Jónssyni frá Saltvík á Kjalarnesi bæinn með tilheyrandi lóð. Halldór lauk við byggingu steinbæjarins þá um haustið. Bærinn var með steinveggjum en járnklæddum timburstöfnum. Kjallari var undir öllum bænum. Síðan hefur verið byggt nokkrum sinnum við steinbæinn, ýmist úr steinsteypu eða timbri.

Halldór og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir, sem ættuð var úr Skorradal, voru með kúabú í Litlabæ. Mjólkina fluttu þau á hestvagni yfir Melana, sem þá voru óbyggðir, og seldu í Reykjavík. Búskapur í Litlabæ lagðist af fyrir miðja síðustu öld, en Guðbjörg lést árið 1944 og Halldór árið 1952.

 

 

Heimildir:

Freyja Jónsdóttir (1996, 23. febrúar). Tómasarhagi 16 B (Litlibær). Tíminn, bls. 6.

Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur – Árbæjarsafns.