Fara í efni
Til baka í lista

Tryggvaskáli, Selfossi

Friðlýst hús

Byggingarár: 1890

1890 til 1934

Byggingarefni

Timbur

Friðun

Friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra  20. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra og innra byrðis hússins.


Sumarið 1891 var fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar byggð hengibrú yfir Ölfusá hjá Selfossi. Árið áður  reisti Tryggvi Gunnarsson skála fyrir brúarsmiðina sem síðar var við hann kenndur. Efniviðurinn í húsið kom tilhöggvið frá Kristiansand í Noregi eins og timbrið í brúargólfið. Brúarhúsið, eins og það var í upphafi kallað, var ekki stórt, ein hæð og portbyggt ris. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili. Húsið var fyrst stækkað með viðbyggingu árið 1902 og síðan hefur margoft verið byggt við Tryggvaskála, síðast árið 1934. Tryggvaskáli er elsta hús Selfoss og er saga þess svo samofin bænum hvort sem litið er til sögu hans eða umhverfis að það þykir ómissandi kennileiti sem varðveita á.

 

Heimild:

Árni Sverrir Erlingsson (2005). Stiklað um byggingarsögu Tryggvaskála. Í gagnasafni Húsafriðunarnefndar.


Sjá loftmynd