Fara í efni
Til baka í lista

Úlfljótsvatnskirkja, Grímsnes- og Grafningshreppur

Friðlýst kirkja

Byggingarár: 1863

Hönnuður: Eyjólfur Þorvarðsson forsmiður frá Bakka.

Saga

Fyrst er getið um kirkju að Úlfljótsvatni í máldagabók Vilkins biskups árið 1397 og er hún þá helguð Maríu guðs móður og heilögum Pétri.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Lýsing

Úlfljótsvatnskirkja er timburhús, 7,66 m að lengd og 5,11 m á breidd, með turn við framstafn, 2,08 m að lengd og 3,67 m á breidd. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn sömu gerðar á framhlið turns yfir dyrum. Þeir eru bogadregnir að ofan en yfir þeim eru burstlaga faldar og vatnsbretti. Í þeim er miðpóstur og mjórri þverpóstar um sex rúður. Efst á framhlið turns eru tveir mjóir gluggar burstlaga að ofan og aðrir tveir á austurhlið en þrír litlir  gluggar á hvorri turnhlið. Á turninum eru kirkjudyr og yfir þeim bjór.

Í forkirkju er skrúðhús sunnan megin en stigi norðan megin upp í turninn þar sem salerni er sunnan megin og dyr að setulofti yfir fremri hluta kirkjunnar.Að framkirkju er hurð klædd tígulsettum listum og gangur inn af þeim og bekkir hvorum megin hans. Í bökum innstu bekkja er kórþil og kórstafir. Veggir kirkju eru klæddir spjaldaþiljum en veggir og súð yfir setulofti, turnveggir og loft eru klædd sléttum plötum. Yfir kór er reitaskipt hvelfing en loft á bitum yfir framkirkju.

Heimild

Kirkjur Íslands, 4. bindi, bls. 189 - 216