Fara í efni
Til baka í lista

Vatneyrarbúð, Patreksfirði, Aðalstræti 1

Vatneyrarbúð Patreksfirði
Friðlýst hús

Byggingarár: 1916

Byggingarefni: Timbur

Friðlýsing:

Friðlýst af forsætisráðherra að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins.


Vatneyrarbúð, sem byggð var árið 1916, hefur ótvírætt varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu Patreksfjarðar bæði vegna upprunaleika og samhengis við önnur atvinnuhús í næsta nágrenni, vélsmiðju og salthús. Einnig vegna innanstokksmuna og minja sem tengjast rekstri í húsinu og sem varðveist hafa í heild sinni. Þá hefur húsið mikið umhverfisgildi í götumynd Aðalstrætis og staðarmynd Vatneyrarbyggðar.