Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2015
Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn á Hótel Sögu, Kötlusal, föstudaginn 4. desember. Morgunverður hefst kl. 8:00 og dagskrá fundarins kl. 8:30. Stendur fundurinn til kl. 12. Þema fundarins verður hagsmunir eigenda friðlýstra menningarminja og samstarf þeirra og minjavörslunnar. Munu innlendir og erlendir aðilar halda erindi því tengd. Veitt verða minjaverndarverðlaun og endað á pallborðsumræðum.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Lokað hefur verið fyrir skráningu.
Dagskrá:
08:00 – Morgunverður hefst08:30 – Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, setur fundinn
08:45 – Minjaverndarverðlaun veitt
09:10 - Arne Høi, skrifstofustjóri hjá Kulturarvsstyrelsen í Danmörku. "Bygningsbevaring i Danmark".
09:40 – Birthe Iuel, formaður BYFO í Danmörku. "De fredede bygninger og deres ejere".
10:10 - Páll Bjarnason, arkitekt og eigandi friðlýsts húss
10:30 – Pallborðsumræður